Alþýðulýðveldið Kína
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
![]() |
![]() |
Fáni ríkisins | Skjaldarmerki ríkisins |
Kjörorð ríkisins: ekkert | |
![]() |
|
Opinbert tungumál | Kínverska |
Höfuðborg | Beijing |
Forseti | Hu Jintao |
Forsætisráðherra | Wen Jiabao |
Flatarmál - Samtals - % vatn |
4. sæti 9.569.960 km² 2,8% |
Fólksfjöldi - Samtals (2006) - Þéttleiki byggðar |
1. sæti 1.313.973.713 137/km² |
Stofnun | 1. október 1949 |
Gjaldmiðill | Renminbi (yuan) |
Tímabelti | UTC +8 |
Þjóðsöngur | Mars sjálfboðaliðanna |
Þjóðarlén | .cn |
Landsnúmer | 86 |
Alþýðulýðveldið Kína nær yfir megnið af því svæði sem í menningarlegu, landfræðilegu og sögulegu samhengi hefur verið kallað Kína. Allt frá stofnun þess árið 1949 hefur ríkið verið undir stjórn Kommúnistaflokks Kína. Það er fjölmennasta ríki veraldar með yfir 1,3 milljarða íbúa sem flestir teljast til þjóðar Han Kínverja. Það er stærsta ríki Austur-Asíu að flatarmáli og það fjórða stærsta í heiminum. Ríkið á landamæri að 14 ríkjum sem eru: Afganistan, Bútan, Indland, Kazakhstan, Kyrgyzstan, Laos, Mongólía, Myanmar, Nepal, Norður Kórea, Pakistan, Rússland, Tajikistan og Víetnam.
Alþýðulýðveldið gerir tilkall til Tævan og nærliggjandi eyja sem í raun lúta þó stjórn Lýðveldisins Kína. Hugtakið „meginland Kína“ er stundum notað til að lýsa Alþýðulýðveldinu og þá eru Hong Kong og Macau yfirleitt ekki talin með sökum sérstakrar stöðu þeirra. Einnig gengur þessi hluti Kína undir nafninu „Rauða Kína“, yfirleitt á meðal andstæðinga eða gagnrýnenda þess.
Afganistan · Armenía1 · Aserbaídsjan (að hluta) · Austur-Tímor · Bangladess · Barein · Brúnei · Bútan · Egyptaland (að hluta) · Filippseyjar · Georgía1 (að hluta) · Heimastjórnarsvæði Palestínumanna · Indland · Indónesía · Íran · Írak · Ísrael · Japan · Jemen · Jórdanía · Kambódía · Kasakstan (að hluta) · Katar · Kirgistan · Kína · Kúveit · Kýpur1 · Laos · Líbanon · Malasía · Maldíveyjar · Mjanmar · Mongólía · Nepal · Norður-Kórea · Óman · Pakistan · Rússland (að hluta) · Sameinuðu arabísku furstadæmin · Sádí-Arabía · Singapúr · Srí Lanka · Suður-Kórea · Sýrland · Tadsjikistan · Taíland · Túrkmenistan · Tyrkland (að hluta) · Tyrkneska lýðveldið á Norður-Kýpur · Tævan · Úsbekistan · Víetnam
1. Venjulega talin til Asíu landfræðilega, en oft talin til Evrópulanda af menningarlegum og sögulegum ástæðum.