Ríkisstjórn Íslands
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Íslensk stjórnmál![]() Þessi grein er hluti af greinaflokknum: Íslensk stjórnmál |
|
Ríkisstjórn Íslands er handhafi framkvæmdavalds í íslensku stjórnkerfi. Þegar Ísland fékk heimastjórn árið 1904 var framkvæmdavaldið flutt frá Danmörku til Íslands og segja má að þá hafi ríkisstjórn Íslands orðið til. Hannes Hafstein fór fyrir fyrstu ríkisstjórn Íslands og var reyndar eini meðlimur hennar, hann gegndi embætti Íslandsráðherra (ráðherra Íslandsmála). Síðar urðu ráðherrarnir þrír og fjölgaði þeim jafnt og þétt á 20. öldinni og eru nú 12. Núverandi ríkisstjórn (15. september 2004 - ) er samsteypustjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks undir forsæti, Halldórs Ásgrímssonar. Síðustu stólaskipti áttu sér stað 7. mars 2006
Núverandi ríkisstjórn Íslands:
- Forsætisráðherra og ráðherra Hagstofu:Geir H. Haarde (D)
- Félagsmálaráðherra: Magnús Stefánsson (B)
- Fjármálaráðherra: Árni M. Mathiesen (D)
- Dóms- og kirkjumálaráðherra: Björn Bjarnason (D)
- Sjávarútvegsráðherra : Einar Kristinn Guðfinnsson (D)
- Utanríkisráðherra: Valgerður Sverrisdóttir(B)
- Landbúnaðarráðherra: Guðni Ágústsson (B)
- Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra: Siv Friðleifsdóttir (B)
- Umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda: Jónína Bjartmarz (B)
- Samgönguráðherra: Sturla Böðvarsson (D)
- Iðnaðar- og viðskiptaráðherra: Jón Sigurðsson (B)
- Menntamálaráðherra: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (D)
Bókstafir í svigum tákna stjórnmálaflokk, B fyrir Framsóknarflokk og D fyrir Sjálfstæðisflokk.
Efnisyfirlit |
[breyta] Ríkisstjórnir Íslands
[breyta] Fyrstu ráðuneytin
Ráðherra frá | Forsætis | Dóms | Fjármála | Atvinnu |
4. janúar 1917 | Jón Magnússon | Björn Kristjánsson | Sigurður Jónsson | |
28. ágúst 1917 | Sigurður Eggerz | |||
25. febrúar 1920 | Magnús Guðmundsson | Pétur Jónsson | ||
20. janúar 1922 | Magnús Guðmundsson | |||
7. mars 1922 | Sigurður Eggerz | Magnús Jónsson | Klemens Jónsson | |
18. apríl 1923 | Klemens Jónsson | |||
22. mars 1924 | Jón Magnússon | Jón Þorláksson | Magnús Guðmundsson | |
23. júní 1926 | Magnús Guðmundsson | |||
8. júlí 1926 | Jón Þorláksson | Magnús Guðmundsson | ||
28. ágúst 1927 | Tryggvi Þórhallsson | Jónas Jónsson frá Hriflu | Magnús Kristjánsson | Tryggvi Þórhallsson |
8. desember 1928 | Tryggvi Þórhallsson | |||
7. mars 1929 | Einar Árnason | |||
20. apríl 1931 | Tryggvi Þórhallsson | Sigurður Kristinsson | ||
20. ágúst 1931 | Jónas Jónsson frá Hriflu | Ásgeir Ásgeirsson | Tryggvi Þórhallsson | |
3. júní 1932 | Ásgeir Ásgeirsson | Magnús Guðmundsson | Þorsteinn Briem | |
14. nóvember 1932 | Ólafur Thors | |||
23. desember 1932 | Magnús Guðmundsson | |||
28. júlí 1934 | Hermann Jónasson | Eysteinn Jónsson | Haraldur Guðmundsson | |
20. mars 1938 | Skúli Guðmundsson |
[breyta] Umbrotatímar og útþensla
[breyta] Fastari skorður
[breyta] Tilkoma Umhverfisráðuneytis
[breyta] Heimildir
- Ríkisstjórnatal af vef Stjórnarráðsins
- Alþingi Æviskrár þeirra Alþingismanna sem verið hafa ráðherrar, tekið fram yfir upplýsingar úr Ríkisstjórnatali Stjórnarráðsins
[breyta] Tengt efni
- Listi yfir ríkisstjórnir Íslands
- Forseti Alþingis
- Forsætisráðherrar á Íslandi
- Utanríkisráðherrar á Íslandi
- Fjármálaráðherrar á Íslandi
- Ráðherrar Hagstofu Íslands
- Dómsmálaráðherrar á Íslandi
- Sjávarútvegsráðherrar á Íslandi
- Landbúnaðarráðherrar á Íslandi
- Iðnaðarráðherrar á Íslandi
- Viðskiptaráðherrar á Íslandi
- Félagsmálaráðherrar á Íslandi
- Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherrar á Íslandi
- Umhverfisráðherrar á Íslandi
- Samgönguráðherrar á Íslandi
- Menntamálaráðherrar á Íslandi
- Kirkjumálaráðherrar á Íslandi